Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Verslunarfólk kallar eftir aðgerðum

Formaður LÍV kallar eftir aðgerðum vegna faraldurs ofbeldis og áreitis

Stéttarfélög verslunarfólks vekja nú athygli á ofbeldi og áreiti gagnvart fólki í verslun í upphafi jólavertíðar og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda, atvinnurekenda og almennings. Sláandi niðurstöður úr könnun VR sýndu að  ofbeldi og áreiti í starfi er alltof algengt í verslun, en á sama tíma virðast stjórnvöld hika við að innleiða C190 samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem Íslandi skrifaði undir 2019 og ber þannig skyldu til þess að lögfesta.

Líkt og fram kemur í pistil Ragnars Þórs Ingólfssonar á vef VR:

"Við og alþjóðahreyfing verslunarfólks töldum að mikilvægum áfanga í baráttunni gegn ofbeldi hefði verið náð þegar Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkti sáttmála C190, sem er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Þessi sáttmáli var samþykktur á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Með henni fylgdu tilmæli nr. 206 sem leiðbeina eiga þeim ríkjum sem fullgilda samþykktina um hvernig henni skuli hrint í framkvæmd. Það er því dapurleg staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa látið hjá líða að lögfesta C190, þrátt fyrir að hafa árið 2019 skrifað undir samþykktina og þar með undirgengist þá skyldu að lögfesta sáttmálann. Það er skýlaus krafa VR að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar í þessu efni og lögfesti C190, enda full ástæða til.

Sá galli er á gildandi lögum að í þeim er ekki gert ráð fyrir að launafólk geti orðið fyrir áreitni eða ofbeldi frá viðskiptavinum og það nýtur því takmarkaðra réttinda í slíkum tilfellum. Um fjórðungur gerenda í könnun VR eru þeir sem þolendur skilgreina sem viðskiptavini eða þriðja aðila. Á þessu tekur C190 og það er því mat VR að hér sé um að ræða gríðarlega mikilvægt mál fyrir félagsfólk VR.

VR skorar á atvinnurekendur og stjórnvöld að taka höndum saman með sér um eftirfarandi markmið:

  • Að ofbeldi og áreitni sé aldrei leyfilegt.
  • Að komið sé í veg fyrir kynbundið áreitni og ofbeldi.
  • Að tryggt sé að forvarnir á borð við áhættumat og aðgerðaráætlun sé til staðar á öllum vinnustöðum.
  • Að C190 samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar verði lögfest."

Sjá frekari ummfjöllun hér:

Umfjöllun um skýrslu VR 

Pistill Ragnars á vef VR

Umfjöllun FVSA á vef sínum

Umfjöllun Magnúsar Norðdhal um C190 samþykktina