Fara á efnissvæði

Þing 2007

Ákveðið var að skipta þinginu í tvennt. Fyrri hlutinn var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu þann 2. nóvember 2007 og var þar fjallað um kjaramál og komandi kjarasamninga.

Þinginu var síðan frestað til næsta árs og var helsta umræðuefnið skipulag og starfsemi sambandsins auk fastra dagskrárliða samkvæmt lögum LÍV.

73 fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu og er gengið út frá því að þau kjörbréf, sem samþykkt verða á fyrri hlutanum muni einnig gilda á framhaldsþinginu en félögunum verði gert kleift að kalla inn varamenn eða kjósa nýja fulltrúa til setu á framhaldsþinginu, ef með þarf.

Þingskjöl

Þingskjal nr. 1 Dagskrá