Fara á efnissvæði

Alþjóðasamstarf

LÍV hefur áratugum saman sinnt erlendu samstarfi. Mikilvægi erlends samstarfs eykst stöðugt. Sífellt fleiri fyrirtæki og störf virða engin landamæri. Algengt er að fyrirtæki sem staðsett er í einu landi lætur aðila í annarri heimsálfu annast ákveðin verk. Eina svar launafólks er að samræma starfsemi samtaka sinna auk þess sem stuðningur samtaka launafólks við þá félaga okkar sem ekki búa við skipulagða verkalýðshreyfingu skiptir miklu máli.
Við þetta bætist að með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) gilda hér sjálfkrafa þær tilskipanir sem koma frá Evrópusambandinu.

Evrópusamtök verkalýðshreyfinga (ETUC), sem LÍV tengist í gegnum aðild sína að Alþýðusambandi Íslands, hafa beitt sér hart fyrir því að félags- og réttindamál launafólks, verði ekki sett skör lægra en samstarf á sviði viðskipta- og peningamála.

VR hefur tekið þátt í höfuðborgarsamstarfi verslunarmanna á Norðurlöndum

LÍV er aðili að:

  • Á þingi FIET, alþjóðasamband verslunarmanna, árið 1999 var samþykkt að sameinast þremur öðrum alþjóðasamböndum og mynda nýtt alþjóðasamband - UNI. FIET, sem var stofnað 1904, var langstærst þessara sambanda og hafði þá 10 milljónir félagsmanna innan sinna vébanda.

    www.uniglobalunion.org

  • LÍV gerðist aðili að Norrænu samstarfsnefndinni árið 1960. Tilgangur samtakanna er að efla samvinnu milli verslunarmannasamtakanna og styrkja þau í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum.

  • ...

Tengingar á vefi norrænna verslunarmanna

Danmörk - www.hk.dk
Svíþjóð - www.handels.se
Noregur - www.handelogkontor.no
Finnland - www.pam.fi

Sem hluti af heildarsamtökum launafólks á Íslandi, ASÍ, tengist LÍV mörgum mikilvægum alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Þar má nefna ILO, Alþjóðavinnumálastofnunina, sem er elsta stofnun Sameinuðu þjóðanna; ETUC, Evrópusamtökum verkalýðshreyfinga, NFS, Norrænu verkalýðshreyfingunni og ICFTU, Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga sem berst fyrir mannréttindum og frelsi launafólks um heim allan.