Fara á efnissvæði

Kjarasamningar

Gerð kjarasamninga er stór þáttur í starfi LÍV og aðildarfélaga þess. Kjarasamningar verslunar- og skrifstofufólks eru í aðalatriðum tvíþættir. Annars vegar er aðalkjarasamningur sem gerður er af heildarsamtökunum við heildarsamtök atvinnurekenda, SA og FA. Hins vegar eru sérkjarasamningar sem gerðir eru við einstök fyrirtæki og jafnvel af einstökum félögum.