Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Samkeppnisákvæði bönnuð

Samkeppnisákvæði ólögleg í Bandaríkjunum

Bandarísk samkeppnisyfirvöld (Federal Trade Commission) hafa gefið út nýja reglu sem bannar flestar samkeppnishömlur sem notaðar hafa verið í ráðningarsamningum og nær reglan til samninga á landsvísu í Bandaríkjunum. Þessi nýja regla gæti leitt til hærri launa og ýtt undir nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að gefa fólki meira frelsi til þess að ráða sig í störf hjá nýjum atvinnurekenda eða stofna sín eigin rekstur.

Samkeppnishömlur hafa haft veruleg áhrif á starfsfólk í upplýsingatækni, en nýja reglan mun líklega leiða til betri starfskjara og aukina tækifæra í tæknigeiranum. Það er fastlega búist við að nýja reglan muni fara fyrir dóm, þar sem atvinnurekendur telja að hún gangi of langt og sé ekki á valdsviði FTC.

Heimild: wired.com