Heilsufarsmarkmið fyrir hverja?
22. maí 2024Holur hljómur í tillögum danskra atvinnurekenda
Formaður systur samtaka LÍV í Danmörku, HK Handel , Mette Høgh gagnrýnir hugmyndir danskra atvinnurekenda um að setja heilsufars markmið fyrir dönsku þjóðina sem eigi að fækka þeim sem séu feitir, hreyfi sig of lítið og reykja í nýlegri grein sem birtist á vef HK Handel. Mette telur að þessar hugmyndir atvinnurekenda byggi eingöngu á þeirra eigin sérhagsmunum, sem snúi fyrst og síðast að því að atvinnurekendur vilji tryggja sér gott aðgengi að hraustu vinnuafl sem ekki þurfi að taka sér of mikil veikinda frí, en ekki vegna umhyggju þeirra fyrir velferðar launafólks.
Mette nefnir dæmi um verslunarkeðju sem nýlega ákvað að það væri góð hugmynd að fara í megrunarkeppni, án þess að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík keppni gæti haft á það unga fólks sem starfar í verslunum, en líkt og hér á landi eru í Danmörku fjöldi ungs fólks sem starfar í verslun. Augljóst væri að þetta gæti haft veruleg neikvæð áhrif og skaðað heilsu þeirra, þvert ofan í yfirlýst markmið. Til allrar hamingju var hætt við keppnina.
Mette leggur til að þeir atvinnurekendur sem raunverulega vilja bæta vellíðan og heilsu starfsfólks ættu fremur að bjóða starfsfólki sínu að stunda líkamsrækt á greiddum vinnutíma, en hún sjái ekki fyrir sér að meðal þeirra sé nokkur sem vilji frekar láta starfsfólk lyfta lóðum, en raða í hillur á vinnutíma.