Fara á efnissvæði

Þing LÍV

Þing LÍV eru að jafnaði haldin annað hvert ár, á móti ASÍ þingi. 

Í 8. gr. laga LÍV um þingið segir: 

Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og skulu þar tekin fyrir þau mál, sem varða sambandið og aðildarfélög þess. Það er lögmætt, ef löglega er til þess boðað og þegar 2/5 fulltrúa eru mættir.

Reglulegt þing skal haldið fyrir lok nóvembermánaðar annað hvert ár. Það skal boða bréflega með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara til allra aðildarfélaga ásamt drögum að dagskrá og ákveður stjórn LÍV fundarstað og tíma. Vakin skal athygli á 6 vikna fyrirvara aðildarfélaganna til að leggja mál fyrir þingið.

Fastir dagskrárliðir reglulegs þings skulu vera:

a. Afgreiðsla kjörbréfa
b. Skýrsla stjórnar
c. Reikningar sambandsins
d. Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta kjörtímabil
e. Ákvörðun skatts til sambandsins
f. Kosning stjórnar
g. Lagabreytingar, ef tillögur um þær liggja fyrir
h. Kosning kjörnefndar
i. Reikningar starfsmenntasjóðanna

Að öðru leyti ákveður stjórn dagskrá þingsins og skal hún send aðildarfélögunum a.m.k. 4 vikum áður en það hefst.

Auk þeirra dagskrárliða, sem stjórn þannig ákveður, skal taka á dagskrá tillögur, sem óskað hefur verið ákvörðunar um af einstökum aðildarfélögum, enda hafi slíkar óskir borist stjórn a.m.k. 6 vikum fyrir þingið.

 

Ragnar Þór, formaður LÍV á LÍV þingi 2019

Þing Landssambands ísl. verzlunarmanna frá stofnun

1 þing. Stofnfundur 1. - 2. júní 1957, Reykjavík, hús VR að Vonarstræti
2 þing. 8. - 10. maí 1959, Reykjavík, hús VR að Vonarstræti
3 þing. 5. - 7. maí 1961, Reykjavík
4 þing. 3. - 5. maí 1963, Sauðárkrókur, samkomuhúsið Bifröst
5 þing. 7. - 9. maí 1965, Selfoss, samkomusalur Selfossbíós
6 þing. 17. - 19. febrúar 1967, Reykjavík, hús Slysavarnarfélags Íslands
7 þing. 4. - 6. september 1969, Akureyri, samkomusalur Sjálfsbjargar
8 þing. 25.- 27. febrúar 1972, Reykjavík, Hótel Esja
9 þing. 14. - 16. september 1973, Borgarnes
10 þing. 3. - 5. október 1975, Höfn
11 þing. 4. - 6. nóvember 1977, Reykjavík, Hótel Loftleiðir
12 þing. 2. - 4. nóvember 1979, Stykkishólmur
13 þing. 12. - 14. júní 1981, Reykjavík, Hótel Saga
14 þing. 14. - 16. október 1983, Húsavík, Hótel Húsavík
15 þing. 15. - 17. nóvember 1985, Reykjavík, Hótel Esja
16 þing. 13. - 15. nóvember 1987, Akureyri, Alþýðuhúsið
17 þing. 13. - 15. október 1989, Reykjavík, Hótel Saga
18 þing. 24. - 26. maí 1991, Akureyri, Alþýðuhúsið
19 þing. 7. - 9. maí 1993, Reykjavík, Hótel Saga
20 þing. 26. - 28. maí 1995, Kirkjubæjarklaustur
21 þing. 10. - 12. október 1997, Reykjavík, Grand Hótel
22 þing. 7. - 9. maí 1999, Akureyri, Alþýðuhúsið
23 þing. 26. - 27. október 2001, Reykjavík, Hótel Saga
23 þing. 3. - 4. maí 2002, Akureyri, Hótel KEA
24 þing. 14. - 15. nóvember 2003, Reykjavík, Hótel Saga
25 þing. 11. - 12. nóvember 2005, Akureyri, Hótel KEA
26 þing. 2. - 3. nóvember 2007, Reykjavík, Nordica Hótel
26 þing. 19. - 20. september 2008, Akureyri, Hótel KEA
27 þing. 26. 27. nóvember 2010, Reykjavík, Nordica Hótel
28 þing. 8. - 9. nóvember 2013, Akureyri, Menningarhúsið Hof
29 þing. 16. - 17. október 2015, Akureyri, Hótel KEA
30 þing. 13. - 14. október 2017, Akureyri, Menningarhúsið Hof
31 þing. 18. - 19. október 2019, Akureyri, Menningarhúsið Hof
32 þing. 14. október 2021, Fjarfundur
32 þing. 24.-25 mars 2022, Hallormsstað, Hótel Hallormsstað