Fara á efnissvæði

Þing 2005

25. þing Landssambands ísl. verzlunarmanna - LÍV var haldið á Hótel KEA á Akureyri þann 11.-12. nóvember 2005. Rétt til setu á þinginu áttu 77 fulltrúar frá 21 verslunarmannafélagi og deildum verslunarmanna, sem aðild eiga að LÍV.

Aðalmálefni þingsins voru kjara- og efnahagsmál svo og skipulag og starfshættir.  

Eftirtalin erindi voru flutt:
    “Efnahagslegur línudans” 
            Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans.

    “Endurskoðun kjarasamninga” 
            Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.

    “Verður þú á kínverskum launum? 
            Stefán Ólafsson, prófessor við H.Í.”

Forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson flutti ávarp í upphafi þingsins.

Dagskrá þings 2005
Föstudagur 11. nóvember
kl. 10:00 Þingsetning: Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV
Ávarp forseta ASÍ, Grétars Þorsteinssonar
Álit kjörbréfanefndar og kosning þingforseta, ritara og nefnda
kl. 10:45 Kjara- og efnahagsmál:
“Efnahagslegur línudans”
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans
“Endurskoðun kjarasamninga”
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ
kl. 12:30 Matarhlé
kl. 13:30 “Verður þú á kínverskum launum?”
Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild HÍ
Umræður
Laga- og skipulagsmál:
“Í takt við tímann”- skipulag LÍV
Lagabreytingar
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV
Umræður
Starfsmenntamál:
“Hvernig á að skipuleggja starfsnám?”
Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarkennslustjóri Verzlunarskóla Íslands
Starfsemi starfsmenntasjóðanna
Stefanía Magnúsdóttir, varaformaður VR
Umræður og afgreiðsla reikninga
Lífeyrismál:
“Aldurstenging lífeyrisréttinda”
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR
Umræður
Nefndastörf
kl. 19:45 Fordrykkur í boði bæjarstjórnar Akureyrar
kl. 20:15 Kvöldverður að Hótel KEA í boði LÍV
Laugardagur 12. nóvember

kl. 09:00 Nefndastörf
kl. 10:00 Skýrsla stjórnar og reikningar LÍV - umræður og afgreiðsla reikninga
Ákvörðun um skatt til LÍV - umræður
Álit nefnda
kl. 12:00 Matarhlé
kl. 13:00 Seinni umræður
Kosning stjórnar og skoðunarmanna
Önnur mál

Ályktun um kjaramál.
Forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru brostnar.
25. þing LÍV skorar á atvinnurekendur og stjórnvöld að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga.

Stjórnarkjör
Kosning stjórnar og skoðunarmanna til tveggja ára:
Formaður
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir

Aðalmenn í stjórn
Gunnar Páll Pálsson, VR
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, FVSA
Benedikt Vilhjálmsson, VR
Kristín M. Björnsdóttir, Verslunarmannafélag Austurlands
Sólveig Haraldsdóttir, Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar
Valur M. Valtýsson, VR
Guðrún Erlingsdóttir, Verslunarmannafélag Vestmannaeyja
Júnía Þorkelsdóttir, VR
Guðbrandur Einarsson, Verslunarmannafélag Suðurnesja
Kristín Sigurðardóttir, VR

Varamenn í stjórn
Margrét Ingþórsdóttir, Verslunarmannafélagi Suðurlands
Hafliði Jósteinsson, Verslunarmannafélagi Húsavíkur
Stefanía Magnúsdóttir, VR
Finnur Magnússon, deild verslunarmanna í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga
Hjörtur Geirmundsson, Verslunarmannafélagi Skagfirðinga
Gunnar Böðvarsson, VR
Páll H. Jónsson, FVSA
Bjarndís Lárusdóttir, VR
Elías Magnússon, VR
Unnur Helgadóttir, Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar

Skoðunarmenn til 2ja ára
Sigurður Sigfússon, VR
Einar O. Pálsson, deild verslunarmanna í Verkalýðsfélagi Borgarness

Skoðunarmaður til vara til 2ja ára
Bryndís Kjartansdóttir, Verslunarmannafélagi Suðurnesja

Samþykkt um skipulag og starfshætti LÍV
Tillaga stjórnar LÍV um vinnufyrirkomulag vegna skipulags og starfshátta LÍV
25. þing LÍV felur stjórn sambandsins að láta á það reyna á næstu tveimur árum hvort vilji er hjá aðildarfélögum LÍV til nánara samstarfs með það að markmiði að tryggja öllum félagsmönnum LÍV sömu réttindi og bestu mögulega þjónustu.

Stjórninni er falið að kanna mismunandi leiðir til að ná því markmiði allt frá sameiningu félaganna í deildaskipt/svæðaskipt landssamband/landsfélag til nánari samvinnu einstakra aðildarfélaga eða sjóða þeirra.

Stjórnin er einnig falið að vinna tillögur um framtíðarskipan, verkefni og fyrirkomulag þinga LÍV og taki þær mið af tillögum um innri skilvirkni ASÍ, sem ársfundur ASÍ 2005 fól skipulags- og starfsháttarnefnd sambandsins að undirbúa fyrir ársfund ASÍ 2006.

Verkefnið hefjist eigi síðar en í janúar 2006 á vinnufundi stjórnar, sem stýrt verði af utanaðkomandi ráðgjafa. Í framhaldinu verði leitað frekari upplýsinga frá aðildarfélögunum og fundað með þeim.

Stjórninni er heimilt að nýta hluta af eiginfé LÍV til að greiða kostnað, sem hlýst af þessari vinnu. Ennfremur að horfa til sjóða sambandsins í leit að mögulegum framtíðarlausnum.

Niðurstöður verði kynntar á formannafundi LÍV, sem haldinn verði eigi síðar en í nóvember 2006. Þar verði skýrt dregnir fram kostir og gallar einstakra leiða og áhrif þeirra á kjör félagsmanna og núverandi rekstrarfyrirkomulag aðildarfélaganna.

Þingið felur stjórn LÍV að leita eftir óbreyttum samningum við VR um rekstur LÍV út árið 2006.

Í kjölfar nóvemberfundarins gangi stjórn LÍV frá tillögum til næsta þings LÍV og taki í ljósi þeirra ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag sambandsins til þings 2007.

Þingskjöl

Þingskjal nr. 1 Ávarp Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ

Þingskjal nr. 2 Skýrsla stjórnar 2003 - 2005

Þingskjal nr. 3 Þingfulltrúar