Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

UNI Global Union hrindir af stað átaki gegn mismunun LGBTQI+

Átak gegn áreiti

UNI Global Union og önnur alþjóðleg samtök launafólks hafa kynnt yfirgripsmikið námsefni fyrir LGBTQI+ starfsfólk, sem sett hefur verið saman sem verkfæri til að takast á við ofbeldi og áreitni gegn LGBTQI+ fólki á vinnustöðum. Þetta frumkvæði samtaka launafólks, ásamt ILO-samþykkt C190, er mikilvægt skref í átt að jafnrétti og öryggi á vinnustöðum.

ILO-samþykkt C190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem viðurkennir réttindi starfsfólks til vinnuumhverfis laust við ofbeldi og áreitni, þar með talið kynbundið ofbeldi, var samþykkt af ILO árið 2019 og bíður nú innleiðingar Alþingis í íslensk lög.

Leiðbeiningar og þátttakendavinnubók

Námsefnið samanstendur af tveimur þáttum: LGBTQI+ leiðbeinanda handbók og LGBTQI+ vinnubók, sem inniheldur ýmsar aðgerðir og aðferðir til að auka á skilning og taka á vandamálum sem LGBTQI+ starfsfólk stendur frammi fyrir.

Samtök launafólks og stéttarfélög gegna lykilhlutverki í að efla réttindi LGBTQI+ starfsfólks og tryggja fullgildingu og innleiðingu ILO samþykktar C190 í landslög og kjarasamninga.

Nánari upplýsingar er að finna á UNI Global Union