Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Verslunarfólk í evrópu rís upp í Amsterdam

LÍV rís upp með evrópsku verslunarfólki í Amsterdam

Dagana 14. og 15. nóvember koma um 150 fulltrúar frá verkalýðsfélögum um alla Evrópu saman á ráðstefnu UNI Europa Commerce í Amsterdam til að forgangsraða baráttumálum og velja nýja forystu til næstu fjögurra ára. LÍV á 4 fulltrúa í Amsterdam, þau Eið Stefánsson, Huldu Björnsdóttur og Maríu Dýrfjörð frá FVSA og Sigmund Halldórsson frá VR/LÍV                                        

Frá ráðstefnunni árið 2019 hefur verslunargeirinn gengið í gegnum umtalsverða umbreytingu, knúin áfram af nokkrum þáttum sem hafa víðtæk áhrif: framfærslukostnaðarkreppu, tæknibreytingar, loftslagsmálin, ný færni og breyttri neytendahegðun.

Til að bregðast við mun ráðstefnan kalla eftir metnaðarfullri aðgerðaáætlun fyrir evrópska  verslunargeirann, með það markmið að styðja við kjarasamninga sem verkfæri til að takast á við og sigrast á þeirri óvissu sem verslunarfólk stendur frammi fyrir, til að styrkja rödd starfsfólks og bæta vinnuskilyrði í verslunargeiranum.

Lykilviðfangsefni ráðstefnunnar verða: Verslun í umbyltingu; UNI Europa Commerce og ESB; Stuðningur við samtök launafólks; Amazon; og Heilsa og öryggi fyrir fólk í verslun.

Frekari upplýsingar á vef Commerce Rising conference - Amsterdam

 

Ráðstefnan mun einnig innihalda framlög frá þeim samtökum launafólks frá mismunandi svæðum í Evrópu sem varðar þeirra helstu viðfangsefni og áskoranir.

 

Framkvæmdastjóri Verslunarsviðs UNI, Annika Flaten, sagði:

 

„Við hlökkum til að sameinast í Amsterdam. Við hittumst til að takast á við brýnustu vandamálin sem hafa áhrif á starfsfólk í verslun í dag. Ráðstefnan miðar að því að ryðja brautina fyrir framsýni og knýja á um viðurkenningu kjarasamninga sem lykilþátt lýðræðis og leiðina til að styrkja rödd launafólks. Við höfum einföld skilaboð: Starfsfók í verslun – UNI Europa Commerce rís upp til að sigra!“