Transnational Restructuring Navigator
30. september 2024Nýtt verkfæri stéttarfélaga
LÍV kynnir Transnational Restructuring Navigator (TRN), nýtt verkfæri fyrir fulltrúa launafólks og stéttarfélög. Þetta nýja verkfæri veitir ráðgjöf um aðferðir stéttarfélaga til að takast á við 11 mismunandi útgáfur af alþjóðlegri endurskipulagningu fyrirtækja. TRN þannig að því að hjálpa starfsmönnum að tryggja að þeir séu betur í stakk búnir til að vernda réttindi sín og hagsmuni þegar fyrirtæki fara í alþjóðlegar breytingar og endurskipulagningu.
Alþjóðleg endurskipulagning fyrirtækja er ekki lengur undantekningartilvik. Það er daglegur veruleiki verkalýðsfélaga og launfólks sem á sér stað í öllum atvinnugreinum. Það getur líka verið mjög erfitt að rata í reglugerðarfrumskógi sem þessu tengist, sértaklega þegar þarf að horfa til alþjóðlega áhrifa og samninga.
Transnational Restructuring Navigator (TRN) er nýtt gagnvirkt verkfæri á netinu sem hjálpar fulltrúum starfsfólks að rata um regluverkið. Það veitir ráð um nálgun verkalýðsfélaga til að takast á við 11 mismunandi útgáfur af fjölþjóðlegri endurskipulagningu. Með gagnvirkri nálgun býður TRN fulltrúum launafólks upp á hagnýtar ráðleggingar, lagalegar tilvísanir og skýrar vísbendingar um réttindi þeirra (sem og skyldur stjórnenda) þegar þau standa frammi fyrir endurskipulagningu í fjölþjóðlegum fyrirtækjum.
Störf milljóna starfsmanna munu halda áfram að þróast undir áhrifum stafrænnar væðingar, aðlögunar að loftslagsbreytingum, sívaxandi og illa stjórnaðrar hnattvæðingar og öldrunarsamfélaga. Eitt af kjarnaverkefnum evrópskra samvinnuráða er að vera upplýst og haft sé samráð við um endurskipulagningu fyrirtækja, móta þá breytingu og vinna gegn áætlunum sem miða að því að stilla starfsfólki, starfsstöðvum og löndum upp á móti hvert öðru. TRN hefur verið þróað með það að markmiði að hjálpa fulltrúum launafólks á evrópu og landsvísu að sigla í gegnum þetta krefjandi verkefni.
TRN er sameiginlegt verkefni evrópskra verkalýðssamtaka (ETUFs) industryAll Europe, UNI Europa, EFBBW, EFFAT, ETF og EPSU – í samvinnu við ETUI og ETUC – og er nýjasta viðbótin við verkfærakistu um stuðning ETUF við fulltrúa launafólks um alla Evrópu. Verkfærið verður stöðugt uppfært með nýjustu upplýsingum.