Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Sendlar í Bretlandi leggja niður störf

Grein í Guardian segir sendla arðrænda

Í nýlegri grein í Guardian, fjallar Nesrine Malik um ástæður og afleiðingar Valentínusardags verkfallsins hjá sendlum í Bretlandi, sem mótmæla með því lágum launum og slæmum vinnuaðstæðum.

Í grein sinni heldur Malik því fram að afhendingaraðilar sem nýta sér öpp til að úthluta verkefnum (t.d. Wolt hér á landi) treysti á að geta hagnýtt sér starfsfólk sitt með því að koma fram við þau sem sjálfstætt starfandi verktaka, sem þurfa þar með að bera kostnað vegna farartækja sinna, tryggingar og viðhalds og hafa engan rétt á veikinda-, orlofslaunum eða eftirlaunum.

Malik viðurkennir að afhendingarþjónusta sé þægileg og tímasparandi fyrir neytendur sem standa frammi fyrir eigin þrýstingi og álagi nú þegar. Hins vegar bendir Malik á að sendingargjaldið eða áskriftargjaldið endurspegli ekki raunverulegan kostnað við þjónustuna, sem sé þannig niðurgreidd af sendlunum.

Malik gagnrýnir skort á löggjöf og reglugerðum til að vernda réttindi og velferð starfsmanna í harkhagkerfinu (sem stundum er kallað að gigga) og kallar eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum og almenningi til að breyta viðskiptamódeli afhendingaraðila á borð við Wolt.

Greinin í heild sinni á The Guardian