Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Launafólk í Finnlandi vilja fækkun vinnustunda

Félagar í SAK vilja styttri vinnuviku

SAK, sem er hið finnska ASÍ, birti nýlega niðurstöðu úr könnun sem þau gerðu meðal félagsfólks, þar sem fram kom að 64 prósent svaranda telja styttingu vinnutíma mikilvægt langtíma markmið. Formaður SAK, Jarkko Eloranta, sagði mikinn stuðning við að hefja prófanir með styttingu vinnutíma. Samkvæmt könnun sem Kantar Public gerði hjá finnsku launafólki, þá styður 57 prósent svaranda að gerðar verði tilraunir með styttri vinnutíma og er afgerandi stuðningur hjá konum þara sem 63% telja þetta jákvætt.

"Það er ljóst að auðvelda þarf samræmingu fjölskyldu og vinnu. Það myndi hjálpa til ef vinnutíma væri breytt þannig að hann henti betur þeim kröfum sem við búum við í okkar samfélagi í dag. Vinnutíminn hefur augljóslega mikil áhrif á getu launafólks til að takast á við verkefni dagsins bæði innan og utan vinnu.," sagði Jarkko Eloranta.

Jarkko Eloranta, sem flutti erindi á fundi sem fram fór í Helsinki, þar sem rætt var um niðurstöður rannsóknar á fjögurra daga vinnuviku í Bretlandi. Sú reynsla hefði verið mjög jákvæð og rétt væri að Finnar færu í sambærilegar prófanir á styttingu vinnutíma.

Vinnumálaráðherra, Tuula Haatainen: "Við þurfum að taka þátt í þessari tilraun"

Vinnumálaráðherra, Tuula Haatainen, sagði mikla orku búa í finnsku atvinnulífi og ræddi á fundinum um áhyggjur sínar af stöðu ungs fólks á vinnumarkaði. 

"Við þurfum fleiri tilraunir og frekari rannsóknir til að auka getu starfsfólks og bæta vinnuaðstæður. Ég hef óskað eftir tillögum úr ráðuneytinu um hvernig við getum staðið að tilraunum og rannsóknum á styttingu vinnutíma," sagði Haatainen.

Hér má lesa alla greinina á vef SAK á sænsku