Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Ísland ekki norrænt velferðarríki?

Stenst Ísland ekki samanburð?

Fjallað er um fjármögnun íslenska velferðarkerfisins í Kjarafréttum Eflingar og þar kemur fram að fjármögnun velferðarríkisins á Íslandi er mun minni en á hinum Norðurlöndunum á nær öllum sviðum velferðarmála og munar verulega á sumum sviðum þess. Eða eins og þar segir:

"Þó ekki sé allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá er staðan í meginþáttum þess alltof lök, í samanburði við frændþjóðirnar á hinum Norðurlöndunum. Framlag ríkisins til lífeyrisgreiðslna í gegnum almannatryggingar er óeðlilega lítið og hefur farið minnkandi með síauknum skerðingum. Tekjutilfærslur til heimila vinnandi fólks, til dæmis barnabætur til lágtekjufjölskyldna, eru miklu lægri hér á landi en hjá frændþjóðunum. Húsnæðisstuðningur hefur dregist saman á sama tíma og met hafa verið slegin í aukningu þarfar fyrir slíkan stuðning vegna óvenju mikilla hækkana húsnæðisverðs og leigu. Og heilbrigðiskerfið hefur látið verulega á sjá vegna of mikils og viðvarandi kostnaðaraðhalds."

Lesa má fréttabréfið hér