Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Hagvaxtarauki virkjast

Hagvaxtarauki virkjast

Í kjarasamningum 2019 var samið um hækkun launa í formi krónutölu í stað prósentuhækkana. Þessu til viðbótar var, í fyrsta skipti í kjarasamningum, samið um viðauka sem tæki mið af stöðu hagkerfisins. Með þessu móti myndi launafólk fá fasta krónutölu í launahækkun auk viðbótarhækkunar, svokallaðan hagvaxtarauka, ef hagvöxtur á mann yrði yfir tilteknum mörkum. Til þess að hagvaxtaraukinn virkjist þarf hagvöxtur á mann að verða meiri en 1%. Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Miðað við þessa hækkun munu launataxtar hækka um 10.500 kr. og önnur mánaðarlaun hækka um 7.875 kr.

Hagvaxtaraukinn greiðist 1. maí.

Sjá nánar í frétt á vef ASÍ.