Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Framkvæmdastjórn ESB leggur til breytingar á vinnumarkaði

Í lok árs 2021 lagði framkvæmdastjórn ESB fram drögu að reglum sem snúa að fólki sem starfar í stafrænum störfum, þar sem mörg fyrirtæki hafa séð sér leik á borði til að komast hjá leikreglum á hinum almenna vinnumarkaði. Hér á landi höfum við almennt kallað þetta hið stafræna harkhagkerfi, en það byggir að miklu leiti á gerviverktöku, þar sem launafólk er þvingað í ráðningarsamband þar sem það nýtur ekki hefðbundina réttinda. Tillögur framkvæmdastjórnarinar eru athygliverðar, en þar er m.a. lagt til að það verði mun einfaldra fyrir launafólk að færa sönnur á að um gerviverktöku sé að ræða og eigi þar með að njóta fullra réttinda launafólks.

Kynntu þér tillögu framkvæmdastjórnar ESB