Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

ESB ríki semja um lágmarkslaun

Stuðningur ESB rikja við regluverk um lágmarkslaun

Á vordögum náðist samkomulag milli ESB ríkjana um að færa skildi í regluverk sambandsins ákvæði um lágmarkslaun og stuðning við starf samtaka launafólks. Samkomulagið er talin sigur fyrir bæði Frakka og ekki síður fyrir samtök launafólks í Evrópu sem hafa barist fyrir samkomulaginu. Í því felst að lágmarkslaun skuli aldrei vera lægri en 60% miðgildi launa, eða 50% af meðallaunum. Samkvæmt tölfræði Hagstofu Íslands voru regluleg laun að meðaltali 711 þúsund og miðgildi 637 þúsund fyrir fólk í fullu starfi. Það þýðir að væru reglur ESB teknar upp hér á landi, væru lágmarkslaun 382 þúsund ef miðgildi er notað en 355 þúsund ef meðaltalið væri notað.

Norræna verkalýðshreyfingin hafði verulegar áhyggjur af því að þetta myndi hafa neikvæð áhrif á Norrænan vinnumarkað þar sem stéttarfélög hafa samið um lágmarkskjör fyrir sitt félagsfólk sem síðan hefur verið nýtt sem grunnur hjá flestum sem starfa á vinnumarkaði þó hlutfall þeirra sem eru í stéttarfélögum sé mun lægra en hér á landi. Raunar er það svo að ESB lítur til Norðurlanda sem fyrirmyndar varðandi vinnumarkað og sér ESB lönd eigi að stefna á að 80% vinnumarkaðar sé bundin af samningum samtaka launafólks í hverju landi. ESB gerir því ráð fyrir því að þar sem samtök launafólks, líkt og á við hér á landi, semji um lágmarkslaun fyrir meirihluta þeirra sem starfa á vinnumarkaði og ekki séu í gildi formleg lágmarkslaun, sé ekki tilefni til þess að taka upp lögbundin lágmarkslaun. Það má þó leiða að því líkur að þessi viðmið ESB muni verða hluti af kjaraviðræðum hér á landi um leið og þessar reglur verða samþykktar, en gert er ráð fyrir að það gerist síðar á þessu ári.

Nánar á vef ETUI