Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Ert þú að huga að starfsþróun?

Mikilvægt að huga að starfsmenntun

Nýr og glæsilegur vefur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks hefur nú verið opnaður. Sjóðurinn er stofnaður á grundvelli kjarasamnings á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) hins vegar dags. 14. maí 2000.

Hlutverk Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks samanstendur af fimm atriðum, en þau eru:

  1. Að auka starfshæfni og menntunarstig félagsmanna sjóðsins sem leitt gæti til virðisauka fyrir þá og fyrirtækin.
  2. Að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja sem greiða í sjóðinn með aukinni menntun starfsfólks.
  3. Að stuðla að aukinni virðingu fyrir störfum í verslunar-, þjónustu- og skrifstofugreinum með því m.a. að styðja við áframhaldandi þróun náms fyrir þá sem starfa við þau.
  4. Að hvetja félagsmenn til náms.
  5. Að hvetja fyrirtæki til að hækka menntunarstig í fyrirtækjum.

Kynntu þér kosti sem í boði eru á vef sjóðsins