Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Erlent samstarf - þing UNI

Erlent samstarf - þing UNI

Þing UNI-Europa commerce og þing UNI-Europa

 

uni

Guðrún Erlingsdóttir, Gunnar Páll Pálsson og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir

sátu þing UNI-Europa fyrir hönd LÍV og VR ásamt Georgi P. Skúlasyni,

Félagi bókargerðarmanna og Helgu Jónsdóttir og Friðberti Traustasyni,

Sambandi ísl. bankamanna.

 

Aðstæður verslunarfólks í brennidepli

 

Stytting vinnutíma og staða kvenna í verslunargeiranum í Evrópu voru meðal helstu umræðuefna á fyrsta þingi UNI-Europe Commerce sem haldið var í Stokkhólmi í maí s.l. Í UNI-Europe Commerce eru samtök verslunarfólks í Evrópu innan UNI (Union Network International), alþjóðasamtaka starfsfólks í verslun og þjónustu.