Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Arður hækkar 7 falt hraðar en laun

Arðgreiðslur en ekki launakostnaður valda verðbólgu

Það er umhugsunarvert að á meðan launafólki er nú sagt að ekkert svigrúm sé fyrir hendi, því verðbólgan sé á fullri ferð, þá hefur sannarlega ekki dregið úr arðgreiðslum. Samkvæmt mælikvarða frá Janus Henderson þá hafa fjármagnseigendur sannarlega ekki fundið fyrir verðbólguþrýstingi, því arðgreiðslur hafa vaxið um 28,6% í Evrópu, sem er sjöfalt meiri hækkun en launavísitala í Evrópu á sama tíma.


Á þessu vekja samtök launafólks í Evrópu nú athygli og segja að það sé ekki hægt að draga aðra ályktun en að græðgi fjármagnseigenda sé ein helsta ástæða vaxandi verðbólgu. Þessar miklu arðgreiðslur séu líka að valda vaxandi tekjumun milli launafólks og æðstu stjórnenda, sem njóti mun betri kjara í formi arðgreiðslu, auk þess sem fyrirtæki séu ekki að fjárfesta nægilega mikið til framtíðar, heldur sé áherslan á hærri arðgreiðslur til fjármagnseigenda.


Frétt frá ETUC um arðgreiðslur