Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Amazon er ekki fyrirmyndarfyrirtæki

Amazon er ekki fyrirmyndarfyrirtæki

Amazon hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað og gert helsta eigenda sinn nógu ríkan til þess að geta tekið sér far út í geim. Fyrirtækið gerir sér far um að stæra sig af góðri þjónustu og stjórnendur í íslensku atvinnulífi hafa sumir greint frá því að það hafi verið góður skóli að læra til verka í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Evrópu. Það hefur farið minna fyrir fregnum af óbærilegu starfsumhverfi þeirra sem starfa utan höfuðstöðva fyrirtækisins. Slíkt ratar, af einhverjum ástæðum, síður í greinarskrif viðskiptablaða hér á landi.


Samtök launafólks í Evrópu og Bandaríkjunum telja þó fulla ástæðu til þess að vekja athygli á því sem þar fer fram. Því Amazon hefur sannarlega horn í síðu samtaka launafólks. Þannig hefur nýlega komið í ljós að fyrirtækið ætlar sér að koma í veg fyrir alla neikvæða umræðu starfsfólks í spjallforriti sem því er gert að nota. Því Amazon er sannarlega ekki fyrirmyndarfyrirtæki þegar kemur að starfsfólki sínu og þar hefur verið unnið hörðum höndum af stjórnendum að brjóta á bak aftur samtakamátt launafólks.

Cory Doctorow fjallar um Amazon í nýlegri færslu