Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Áhersla á stafræn og græn umskipti

Evrópskir aðilar vinnumarkaðarins í verslun endurnýja áherslu á stafræn og græn umskipti

EuroCommerce, samtök atvinnurekenda í verslun og þjónustuí Evrópu og UNI Europa samtök launafólks í verslun og þjónustu í Evrópu sem LÍV á aðilda að, en þessir aðilar vinnumarkaðarins í evrópsku atvinnulífi, hafa komið sér saman um sameiginlega starfsáætlun sína fyrir tímabilið 2024-2025.

Verslun er atvinnugrein í umskiptum. Umskipti hafa í för með sér margar áskoranir sem þarf að takast á við, en bjóða einnig upp á tækifæri. Fyrir tímabilið 2024-2025 hafa aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu í vinnuáætlun sinni, skuldbundið sig til að efla sameiginlega vinnu sína sem snúr að áskorunum og tækifærum sem stafræn og græn umskipti fela í sér, þar með talið starfsþjálfun, menntun, heilsu og öryggi, og áframhaldandi viðræður um stefnu ESB.

Tvíþætt umskipti: Sameiginlega vinnuáætlunin beinir sjónum að áskorunum og tækifærum stafrænu og grænu umskiptanna fyrir verslun og kallar eftir stefnu ESB sem styður samkeppnishæfni hennar og seiglu.

Hæfni og þjálfun: Sameiginlega vinnuáætlunin leggur einnig áherslu á mikilvægi þess að efla og endurmennta verslunarfólk og boðar að horft verði til þess að skilgreina nýjar starfsgreinar og hvaða þekkingu og reynslu þurfi til þess starfa í þeim nýju störfum sem munu verða til við umskiptin.

Nánari upplýsingar UNI Global Union