Aftur í fréttayfirlit
Þing landssambands íslenzkra verzlunarmanna sett í morgun
30. október 2025Þing LÍV hafið

34. þing landssambands íslenzkra verzlunarmanna var sett á Reykjavík Hótel Grand í morgun, fimmtudaginn 30. október 2025. Eiður Stefánsson, formaður LÍV setti þingið og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, ávarpaði þingfulltrúa.
Umfjöllunarefni þingsins verða meðal annars gervigreind, niðurskurðarstefna og lífeyrissjóðsmál. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands heldur erindi um gervigreind á vinnustöðum og Hannah Peaker, aðstoðarframkvæmdastjóri New Economics Foundation, fjallar um niðurskurðarstefnu.
89 fulltrúar frá VR eiga seturétt á þinginu auk 16 fulltrúa frá aðildarfélögum LÍV hvaðanæva af landinu. Þinginu lýkur á morgun, föstudag.