Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Stefnir í djúpa kreppu

Erfiðir tímar framundan í Bretlandi

Í nýlegri fréttaskýringu Novara Media kemur fram að það stefni í verulegan niðurskurð í efnahagslífinu í Bretlandi og kreppu. Enski Seðlabankinn er að gera ráð fyrir að verðbólga í landinu verði komin í 9,5% undir lok ársins 2023, en stendur nú í 13%. Þessi kreppa, ólíkt þeirri sem skall á 2008, kemur eftir langt tímabil stöðnunar í Bresku efnahagslífi, en þar hefur hagur launafólks ekki vænkast um árabil. Laun hafa staðið í stað og raunar talið að raungildi þeirra hafi dregist saman um 2% á árunum 2007 til 2018.


Samtök launafólks í Bretlandi hafa enda búið við stöðugar árásir frá íhaldsstjórninni sem verið hefur við völd frá árinu 2010 og þótti þó mörgum að Verkamannaflokkurinn hefði alls ekki staðið nægilega vel við bakið á launafólki þegar hann var við völd. Hefur mikil gagnrýni komið fram á forystu flokksins í kjölfarið og sér ekki fyrir endann á þeim átökum innan flokksins. Í fréttaskýringu Novara Media eru líkur leiddar að því að komandi kreppa verði jafnvel enn dýpri fyrir launafólk í Bretlandi en þegar verst lét á árunum 1974 til 1976.

Aaron Bastani skrifar fyrir Novara Media