Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Stefnir í átök í Finnlandi

PAM boðar verkföll

Lífskjarakrísan í Evrópu er farin að bíta í launafólk í Finnlandi, því systursamtök okkar, PAM hafa nú boðað til verkfalla til að knýja fram kröfur sínar. Annika Rönni-Sällinen, Formaður PAM, segir samtök atvinnurekenda hafa staðið í vegi fyrir því að ná samningum um að tryggja félagsfólki í PAM laun sem dugi til framfærslu.

„Fyrirtæki í verslun eru að sýna ótrúlega góðan árangur í sínum rekstri, en á sama tíma þarf starfsfólk þeirra að spara við sig til þess að launin dugi fyrir útgjöldum. Þau eiga því einfaldlega rétt á ríflegri launahækkun.“

Krafa PAM er að verslunarfólk í Finnlandi njóti sambærilegra kjara og verslunarfólk í Þýskalandi sem er launahækkun upp á 200 Evrur á mánuði fyrir starfsfólk í verslunum.

Takist ekki að ná samningum munu verkföll hefjast mánudaginn 6. Febrúar og munu mögulega ná til allt að 185 starfsstöðva og 20 þúsund starfsfólks.

Hér má lesa nánar á vef PAM á sænsku