Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Rangfærslur um launahlutfall leiðréttar

Rangfærslur um launahlutfall leiðréttar

Raunlaun og framleiðni í einkageiranum 2000-2020

Sú fullyrðing heyrist iðulega fyrir kjarasamninga að launahlutfall á Íslandi sé svo hátt að það geri landið það dýrasta í heimi fyrir launagreiðendur. Þetta er einfaldlega rangt. Laun hér á landi hafa ekki hækkað umfram framleiðnivöxt og hið rétta er að hlutfall launa af verðmætasköpun er sambærilegt við nágrannalönd og lægra en í sex aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

ASÍ hefur unnið ítarlega greinargerð um launaþróun og framleiðni á Íslandi til þess að svara þessum fullyrðingum og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), lagði greinargerðina fram á fundi Þjóðhagsráðs í febrúar 2022.

ASÍ greinir frá á vef sínum.