Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Ræstitæknar með verðstöðugleikann á herðum sér

Ræstitæknar með verðstöðugleikann á herðum sér

Þórður Snær Júlíusson skrifar leiðara í Kjarnanum þar sem hann bendir á þá skrýtnu staðreynd að á meðan fyrirtæki skráð á markað rembast við að uppfæra starfskjarnastefnur sínar svo hægt sé að greiða stjórn­endum hærri laun, feit­ari bónusa og rýmri kaup­rétti, en á sama tíma sé það launafólk, aðal­lega það sem er á lægstu laun­un­um, sem á að bera uppi verð­stöð­ug­leik­ann.

"Aðgerðir Seðla­banka Íslands og stjórn­valda til að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum skil­uðu ákveðnum árangri. Það tókst að verja kaup­mátt og atvinn­u­­sköp­un. Hlið­ar­á­hrif voru þau að aðgerð­irnar færðu tugi millj­arða króna úr rík­is­sjóði til atvinnu­lífs­ins, í ein­hverjum til­fellum til að verja hlutafé eig­enda fyr­ir­tækja frá því að rýrna. Hlið­ar­á­hrif urðu gríð­ar­legar hækk­anir á hluta­bréfum og fast­eign­um, sem skil­uðu ofsa­gróða í vasa þeirra sem fjár­festa í slíkum eignum í stórum stíl. Það er sann­ar­lega ekki öll þjóð­in. Í lok árs 2020 voru til að mynda 85 pró­sent allra verð­bréfa í eigu ein­stak­linga í eigu þeirra tíundar sem var með hæstu tekj­urn­ar. "

Hér má lesa leiðara Þórðs Snæ