Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

LÍV og VR skrifa undir kjarasamning við FA

Nýr kjarasamningur undirritaður við FA

VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hafa skrifað undir kjarasamning við Félag atvinnurekenda, sem er í öllum meginatriðum samhljóða samningi VR/LÍV við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var í gær, mánudaginn 12. desember 2022.

Stjórnvöld fari í afnám og lækkun tolla

Í samningnum var undirrituð sérstök bókun við samninginn sem er svohljóðandi: „Aðilar sammælast um að óska eftir því við stjórnvöld að farið verði í vinnu við að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla er ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Að mati samningsaðila væri góð byrjun að afnema tolla sem vernda enga hefðbundna innlenda landbúnaðarframleiðslu.“ Eitt af meiginmarkmiðum með nýgerðum kjarasamningi er að lækka verðbólgu. VR/LÍV telur að mikil tækifæri fellist í að lækka verðbólgu og bæta þar lífskjör launafólks með lækkun eða afnámi tolla á matvælum og mun vinna að því með Félagi atvinnurekenda.

Laun og uppbætur hækka

Í samningi VR við FA hækka laun um 6,75% frá 1. nóvember sl. Hámarkslaunahækkun getur þó orðið 66.000 krónur á mánuði. Lágmarkslaun skv. kjarasamningi FA verða 442.101 kr. frá og með 1. nóvember 2022. Með samningnum er hagvaxtarauka vegna ársins 2022, sem hefði átt að koma til greiðslu 1. maí á næsta ári, flýtt til 1. nóvember og telst hann að fullu efndur. Desemberuppbót hækkar og verður 103.000 kr. fyrir fullt starf á árinu 2023. Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí nk. verður 56.000 krónur miðað við fullt starf.

Hér má sjá samninginn við FA