Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Lífeyrissjóðsmál til umræðu í Svíþjóð

Lífeyrissjóðsmál til umræðu í Svíþjóð

Málefni lífeyrissjóða og afkoma þeirra sem hafið hafa töku lífeyris eru til umræðu á fleiri stöðum en hér á Íslandi. Nú fer fram umræða í Svíþjóð um breytingar á lífeyriskerfinu þar í landi og m.a. er rætt um hækkun lífeyristökualdurs vegna hækkandi lífaldurs. Systurfélag okkar í Svíþjóð leggur á það áherslu að það verði að skoða þessi mál í víðara samhengi. Einn aldur henti ekki fyrir alla og þau sem starfa í erfiðum láglaunastörfum búi ekki bara við erfiðar aðstæður á starfsævinni, heldur séu þeim ekki tryggð mannsæmandi lífskjör þegar starfsævinni lýkur. Um þetta skrifa Linda Palmetzhofer, Malin Ackholt och Malin Ragnegård í Arbetet.

Lífeyrir dugar ekki, þrátt fyrir fulla starfsævi