Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Húsnæðisstuðningur við þá tekjuhæstu

Húsnæðisstuðningur við þá tekjuhæstu

Stjórnvöld hafa á undan liðnum árum gripið til ráðstafana sem fært hafa beinan húsnæðisstuðning til hinna tekjuhæstu í samfélaginu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju mánaðaryfirliti Sviðs stefnumótunar og greininga hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ).

Í yfirlitinu kemur fram að þessi tilfærsla hafi átt sér stað í gegnum skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar til niðurgreiðslu húsnæðislána. Á sama tíma hefur markvisst verið dregið úr stuðningi í gegnum vaxtabótakerfið sem einkum nýtist ungum og tekjulágum.