Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Húsnæðislán er ekki neyslulán

Húsnæðislán er ekki neyslulán

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, gagnrýnir stjórnvöld og Seðlabanka Íslands harðlega í nýlegri grein í Kjarnanum og bendir á að þróun á húsnæðismarkaði sé bein afleiðing af röngum ákvörðunum í efnahagsmálum og að vaxtahækkanir sem nú séu að koma fram komi lang verst niður á þeim sem síst standa undir þeim. "Verð­bólga á Íslandi mælist nú 7,2 pró­sent og býst Seðla­bank­inn við að hún muni aukast næstu miss­erin sem þýðir að stýri­vextir munu halda áfram að hækka. Stýri­vextir koma í bakið á launa­fólki og verst koma þessar stýri­vaxta­hækk­anir við ungt fólk og lág­launa­stétt­ir." segir Þórarinn meðal annars í grein sinni.

Hann skorar á stjórnvöld að bregðast við því ástandi sem hér ríkir. "Rík­is­stjórn Íslands á að tryggja almenna vel­ferð. Til þeirra verka voru þing­menn sem síðar urðu ráð­herrar kjörn­ir. Ef þeir geta ekki tryggt grunn­þarfir almenn­ings eins og þeir voru kjörnir til, eiga þeir að segja af sér þing­mennsku. Og við höfum ekk­ert að gera með rík­is­stjórn sem lætur grund­vallar hags­muni almenn­ings sig ekki neinu varða."

Kjarninn birtir