Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Hrun í kaupmætti lægstu launa

Gríðarlegur samdráttur í kaupmætti

Láglaunafólk í Evrópu stendur frammi fyrir allt að 19 prósenta samdrætti í kaupmátti launa á þessu ári, samkvæmt athugun ETUC sem byggir á gögnum frá Eurstat. Þetta er mesti samdráttur í kaupmætti á þessari öld, en þegar horft er til meðaltals hækkunar lágmarsklauna í 21 ESB landi, þá hafa þau hækkað um 7,6% á undanförnum 12 mánuðum, en á sama tíma hefur verðbólga mælst að meðaltali 12,4%.


Þetta þýðir að kaupmáttur lögbundinna lágmarkslauna hefur að meðaltali lækkað um 4,8%, sem þýðir að milljónir eiga nú þegar í erfiðleikum með að ná endum saman og standa undir húsnæðiskostnaði, eiga fyrir mat og greiða orkureikninga.

ETUC greinir frá í nýrri frétt þar sem fjallað er um áskorun samtaka launafólks til stjórnvalda um tafarlausar aðgerðir.