Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Hækkanir ekki á ábyrgð launafólks

Launafólk ber ekki ábyrgð á verðbólgunni

Verðbólgan er nú meiri en um áratuga skeið í allri Evrópu og stjórnvöld standa nú frammi fyrir vali. Að deila ábyrgðinni á því að takast á við verðbólgudrauginn á alla í samfélaginu eða láta launafólk eitt um að bera á því ábyrgð. Við heyrum nú þegar þann vinsæla slagara að ef launafólk fer fram á hækkun á því gjaldi sem það fær fyrir vinnu sína, þá sé hér gríðarleg hætta á víxlverkun launa og verðlags. En í nýlegri grein í IPS segir Oliver Röthig, forseti UNI Europa alls ekki hægt að segja launafólk bera ábyrgð á þeirri verðbólgu. Hér sé um að ræða víxlverkun arðsemiskrafna og verðlags. Þar sem fjármagnseigendur og fyrirtæki kynda verðbólgubálið og það sé því á þeirra ábyrgð að ná tökum á verðbólgunni.

Nánar í grein Oliver Röthig