Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Framfærslu krísa í ESB

Samtök launafólks í Evrópu verja lífskjör

Öll áhersla samtaka launafólks í Evrópu snýst nú um að verja lífskjör launafólks, skrifar Esther Lynch, sem kosinn var aðalritari European Trade Union Confederation í Vín 2019, í nýlegri grein í Social Europe. Grípa verði til tafarlausra aðgerða til þess að koma í veg fyrir hungur og kulda á þeim vetri sem nú er fram undan í Evrópu.

Orkuverð í flestum löndum Evrópu hefur hefur margfaldast á skömmum tíma sem hefur áhrif á bæði fólk og fyrirtæki um alla álfuna. Þetta er gríðarleg áskorun, enda hefur verðbólga innan ESB ekki mælst jafn há frá því mælingar hófust, eða 9,8 prósent (8,9 prósent á Evrusvæðinu). Raunar segir þetta meðaltal ekki nema litla sögu, því í Eistlandi mælist hún nú 23 prósent! Á sama tíma hafa laun ekki hækkað nema um 3,8 prósent og raunar hefur framkvæmdastjórn ESB staðfest að verðbólga stafar af hækkun verðlags, en ekki kaupgjalds. Á sama tíma hafa fyrirtæki í álfunni hækkað arðsemiskröfur og greitt sér út methagnað. ETUC hefur lagt til aðgerðaráætlun í 6 liðum.


Lestu grein Esther Lynch á Social Europe