Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Föst í heimatilbúinni auðlindabölvun

Seljum ekki ríkisfyrirtæki fyrir skammtímagróða

Eiður Stefánsson, formaður FVSA, segir kostnað íslenskra heimila við núverandi hagsstjórn verulega íþyngjandi. Hann bendir á að miklu muni að búa við 6,75% stýrivexti, sem sé 3,75% hærra en á nokkru öðru Norðurlandanna. Á sama tíma bendi samræmd verðbólgumæling ekki til annars en verðbólga hér á landi sé svipuðum og á hinum Norðurlöndunum, eða mögulega heldur lægri. Á sama tíma berist fréttir af himinháum arðgreiðslum fyrirtækja og ofurlaunum stjórnenda og forstjóra.

„Það er komin tími á breytingar! Launafólk nýtur ekki þeirra auðlinda sem landið býr yfir né heldur verðmætasköpunar sem verður til fyrir tilstilli vinnu þeirra. Við þurfum að gera kröfu á að þingmenn fari að vinna fyrir okkur öll í stað þess að maka bara krók 10% útvaldra með ákvörðunum sínum.“

Lestu allan pistil Eiðs Stefánssonar í Félagsblaði FVSA