Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Forstjórar með sextánföld lágmarkslaun

Forstjórar með sextánföld lágmarkslaun

Kjarninn greinir frá því í fréttaskýringu að forstjórar skráðra félaga á Íslandi héldu áfram að hækka í launum í fyrra. Á það hefur verið bent að forstjórar á Íslandi njóti mun betri kjarabóta en gengur og gerist, auk þess starfsöryggi þeirra virðist vera umtalsvert.


Í komandi kjaraviðræðum þá eru þessar hækkanir vísbending um að borð sé fyrir báru hjá skráðum félögum hér á landi, því samkvæmt Kjarnanum þá voru hækkanir forstjóra að minnsta kosti 8,5 prósent að meðaltali. Hækkun á milli ára er vel umfram ein lágmarkslaun og á þá eftir að taka tillit til kaupauka og kauprétta á hlutabréfum, sem hækka heildargreiðslur til sumra forstjóra umtalsvert.

Nánar í Kjarnanum