Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Evrópsk stéttarfélög krefjast aðgerða ESB í málefnum Gasa

Evrópsk stéttarfélög krefjast afdráttarlausra aðgerða ESB í málefnum Gasa

Evrópsk stéttarfélög sendu í dag bréf til Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau fara fram á að ESB grípi til ákveðnari og málefnalegri aðgerða í tengslum við ástandið á Gasa.

Í bréfinu er skorað á ESB að „beita öllum tiltækum úrræðum til að knýja fram tafarlaust og varanlegt vopnahlé, og tryggja fullan, hindrunarlausan og stöðugan aðgang mannúðaraðstoðar til íbúa Gasa.“

Til að það verði mögulegt þurfi ESB „að bregðast við á grundvelli eigin niðurstaðna og mats á brotum á alþjóðalögum, og grípa tafarlaust til refsiaðgerða, þar með talið að fella tímabundið úr gildi samstarfssamning ESB og Ísraels, með vísan til 2. greinar samningsins, sem kveður á um að samstarf byggist á virðingu fyrir mannréttindum og lýðræðislegum grundvallarreglum.“ Einnig er kallað eftir því að ESB „hætti allri viðskiptalegri og efnahagslegri samvinnu við ísraelskar landtökubyggðir á hernumdu svæðum Palestínu.“

Bréfið er undirritað af framkvæmdastjórum eftirfarandi samtaka: ETUC, UNI Europa, EPSU, industriAll Europe, ETF, EUROCOP, EFFAT, EFBWW, ETUCE-CSEE og EFJ, sem í sameiningu standa fyrir um 45 milljónum launafólks víðs vegar um Evrópu. LÍV á aðild að UNI Europa og ETF.

Hér má lesa bréfið í heild sinni

Heimild: UNI Europa