Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Vettvangsvinna: stór sigur launafólks í ESB

Stór sigur launafólks í ESB

Milljónir manna sem vinna í gegnum stafræna vettvanga munu loksins njóta lágmarkslauna, veikindaréttar og vinnuverndar eftir að aðildarríki ESB samþykktu vettvangsvinnu tilskipun í dag.

Stéttarfélögum tókst að halda inni ákvæði um við snúning sönnunarbyrði. Í stað þess að starfsfólk þurfi að fara í gegnum langt dómsferli til þess að færa sönnur á að þau séu launfólk, verður það nú undir fyrirtækjum sem nota stafræna vettvanga að sanna að þau séu ekki launafólk.

Tilskipunin viðurkennir einnig hlutverk stéttarfélaga í öllum þáttum vettvangshagkerfisins, þar á meðal varðandi málefni eins og stjórnun og stýring með gervigreind. Þrátt fyrir ákall atvinnurekenda um að veikja þessi ákvæði voru þau látin standa, sem staðfestir að kjarasamninga sé þörf í vettvangshagkerfinu.

Fjöldi fólks sem vinnur í gegnum stafræna vettvanga er áætlað að fjölgi í 43 milljónir manna í lok ársins 2024, samkvæmt Evrópuráðinu.

Um atkvæðagreiðsluna sagði Ludovic Voet, svæðisstjóri ETUC: „Ákvörðun dagsins í dag þýðir að milljónir manna sem vinna í gegnum stafræna vettvanga verða ekki lengur sviknir um lágmarkslaun, veikindalaun, orlofslaun og lífeyrisréttindi. Hann bætti við: „Að sameina krafta á evrópskum vettvangi var lykilatriði til að tryggja þessa löggjöf, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Sterk skuldbinding bandamanna launafólks í Evrópuþinginu og ráðherra ráðinu kom þessu í mark.“

Oliver Roethig, svæðistjóri UNI Europa, sagði: „Þetta er áfangi fyrir réttindi milljóna vettvangsstarfsmanna um allt ESB og skref í átt að félagslegri áherslu í Evrópu. Nú verða aðildarríkin að tryggja að stafrænir vinnuvettvangar forðist ekki ábyrgð sína sem atvinnurekendur lengur og taki þátt í félagslegum umræðum og gerð kjarasamninga.