Lykiltölur

Linurit

Skráning á póstlista

Netfang
Þing LÍV

Nýr samningur samþykktur

 

Nýr samningur samþykktur

Þau félög sem felldu kjarasamninginn frá 21. des. sl. undirrituðu nýjan samning 20. febrúar í kjölfar þess að ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsmanna og undirrituðu allir deiluaðilar þennan samning.

Samningurinn er meginatriðum byggður á þeim samningi sem undirritaður var þann 21. desember sl. en eftirfarandi atriði taka breytingum.

Nánar...

Meirihluti aðildarfélaga í Landssambandi ísl. verzlunarmanna samþykkir nýgerðan kjarasamning

Meirihluti aðildarfélaga í Landssambandi ísl. verslunarmanna samþykkti nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í atkvæðagreiðslu sem nú er lokið. Kjörsókn var víðast hvar mjög dræm.

Þau félög sem samþykktu samninginn eru VR, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri, Verslunarmannafélag Suðurlands, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og deildir hjá Vlf. Vestfjarða, Stéttarfélaginu Samstöðu og Stéttarfélagi Vesturlands.
Samningurinn var felldur hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja og í deildum Afls starfsgreinafélags, Vlf. Snæfellinga, Vlf. Þórshafnar og Framsýnar stéttarfélags.

Um 95% félagsmanna landssambandsins eru í þeim félögum sem samþykkt hafa samninginn.

Samningsumboð þeirra félaga sem felldu samninginn er því komið til félaganna á nýjan leik og óvíst á þessu stigi hvernig verður á málum haldið í framhaldinu.

Hugleiðing í kjölfar undirritunar kjarasamninga

Mig langaði með þessari hugleiðingu að benda á nokkur atriði vegna umfjöllunar fjölmiðla um nýgerðan kjarasamning.
Svo virðist sem allir þeir sem neituðu að skrifa undir kjarasamninginn (5% af hópnum) fái umfjöllun í fjölmiðlum en aðeins er rætt við Gylfa Arnbjörnsson þegar kemur að því að lýsa viðhorfum þeirra 95% sem standa á bak við kjarasamninginn.
Allir í þessum 5% hópi lýsa yfir mikilli óáægju með gerðan samning og m.a haft eftir Arnari Hjaltalín, formanni Drífanda í Vestmannaeyjum á visi.is, „að launahækkanir samkvæmt samningnum skiptist óréttlátt niður. Þeir sem hafa lægst laun fái fæstar krónur en þeir sem hafa mest fyrir fái mestu hækkanirnar.

Þetta er auðvitað bara rangt. Þeir sem lægstu hafa launin fá 9.750 kr. skv samningi en almenna hækkun tryggir a.m.k 8.000 kr.

Nánar...

Fréttaveita LÍV