Lykiltölur

Linurit

Skráning á póstlista

Netfang
Þing LÍV

Formannafundur LÍV ósáttur við seinagang í kjaraviðræðum

Formannafundur LÍV, Landssambands ísl. verzlunarmanna, var haldinn í húsakynnum VR þann 22. apríl. Tilefni fundarins var staðan í kjaraviðræðum. Landssambandið lagði fram kröfugerð þann 13. febrúar sl. og hefur verið fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins nokkrum sinnum síðan. 

Nánar...

LÍV vísar kjaradeilu til sáttasemjara

Föstudaginn 17. apríl sl. vísaði Landssamband ísl. verzlunarmanna deilu um gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á grundvelli 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938.
Allt frá því að kröfugerð var lögð fram hafa átt sér stað viðræður milli aðila sem ekki hafa skilað þeim árangri sem til var ætlast og því talið eðlilegt að vísa á þessum tímapunkti.

Nánar...

Launaleiðrétting í eins árs samningi

LÍV leggur fram launakröfur vegna komandi kjarasamninga

Landssamband ísl. verzlunarmanna, LÍV, kynnti Samtökum atvinnulífsins launkröfur sínar í komandi kjarasamningum á fundi í dag, þann 13. febrúar. LÍV leggur áherslu á að leiðrétta laun félagsmanna miðað við þær launahækkanir sem orðið hafa á vinnumarkaði síðustu misseri og metur kostnaðarauka atvinnulífsins innan þeirra marka sem fyrirtækin þola.

Nánar...