31. Þing

Niðurstaða kosninga um kjarasamninga 2019

 Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir.

Kjarasamningarnir voru samþykktur með miklum meirihluta atkvæða hjá öllum verslunarmannafélögum og deildum verslunarmanna innan LÍV.
Kjörsókn um samning SA var 20,75% og um samning FA 26,67%.

Á kjörskrá um samning milli aðildarfélaga LÍV og SA voru 37.375 félagsmenn og sögðu 88,40% já en nei 9,71%.

Á kjörskrá um kjarasamningi milli aðildarfélaga LÍV og FA voru 1.732 félagsmenn og sögðu 88,74% já en nei 10,17%.

Innan LÍV eru 10 verslunarmannafélög og deildir verslunarmanna og fór atkvæðagreiðslan fram frá 11. - 15 apríl hjá sex af aðildarfélögum sambandsins og frá 12. - 23. apríl hjá fjórum þeirra.

Niðurstaða kosninga allra aðildarfélaga 2019

 

 

 

 

 

Helstu atriði nýrra kjarasamninga

Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmdar launaauki að gefinni ákveðinni þróun á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa.

Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og 3⁄4 á önnur laun.
Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.

Kjaratengdir liðir kjarasamninga (t.d. bónusar) hækka um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið.

Nánar...

Kosningar um kjarasamninga aðildarfélaga LÍV

Upplýsingar um rafræna atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga LÍV um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda:

Nánar...

Fréttaveita LÍV