Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Meirihluti með auknum sveigjanleika í ríkisútgjöldum

Meirihluti með auknum sveigjanleika í ríkisútgjöldum

Hér á landi hefur um árabil verið haldið á lofti kenningum um ríkisfjármál, þar sem horft er til sambærilegra markmiða og ESB hefur haft í sínum. En vaxandi gagnrýni hefur gætt á hugmyndina um hallalaus fjárlög og takmarkanir á lántökur einstakra ríkja. Ekki hvað síst ríkja sem hafa sjálfstæðan gjaldmiðil líkt og er hér á landi. En í nýlegri könnun sem gerð var í ESB kom í ljós að meirihluti svaranda telur að breyting ESB á reglum um ríkisfjármál sem gerð var í tengslum við heimsfaraldurinn ætti að verða varanleg og þannig skapa fleiri störf og gefa nægilegt svigrúm til að takast á við loftslagsbreytingar.

Þegar Covid-19 skall á var sameiginlegum reglum ESB varðandi halla á ríkisrekstri tímabundið aflétt til að lönd í ESB gætu fjárfest í heilbrigðisþjónustu og komið til móts við áföll á vinnumarkaði og í könnun sem gerð var hjá 5.000 íbúa 5 ESB aðildarríkja kom í ljós að 58% töldu að rétt væri að leyfa áfram aukin sveigjanleika.

Að sama skapi eru 59% sammála því að breyta ætti ríkisfjármálareglum ESB þannig að stjórnvöld hafi svigrúm til að auka útgjöld til að bæta opinbera þjónustu. Og 53% eru sammála því að laga eigi reglur til að leyfa stjórnvöldum að auka útgjöld fjárfestinga í grænum innviðum og nýsköpunar sem hefur það að markmiði að draga úr loftslagsbreytingum. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem svöruðu, eða 64%, höfðu miklar áhyggjur af því að ESB myndi þvinga stjórnvöld til þess að draga úr útgjöldum með það að markmiði að lækka skuldir á næstu fimm árum.

Þetta er athyglivert og verðugt verkefni að skoða afstöðu Íslendinga til þessara mála, enda hér ríkjandi hugmyndafræði sem gengur út á að rekstur ríkissjóðs skuli vera hallalaus.

Umfjöllun um þessa könnun á vef ETUC