Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Evrópsk stéttarfélög átelja bresk stjórnvöld

Evrópsk stéttarfélög segja stjórnvöld í Bretlandi ráðast gegn launafólki

Launahækkanir eru lykilatriði fyrir vinnandi fólk til að viðhalda mannsæmandi lífskjörum í þegar verðlag hækkar, líkt og nú á við um flest lönd í Evrópu. Á sama tíma stefna Bresk stjórnvöld að því að herða enn löggjöf sem snýr að vinnudeilum og verkföllum. Þau reyna með því móti að koma í veg fyrir launafólk geti náð fram sanngjörnum og eðlilegum kröfum um betri kjör. Evrópsk verkalýðsfélög harma nálgun breskra stjórnvalda og styðja launfólk í Bretlandi og verkalýðsfélög þeirra sem nú standa í vinnudeilum til að knýja á um betri kjör.

Bresk stjórnvöld segjast vera að samræma lög sín við lög annarra Evrópuríkja, en staðreyndin er sú að bresk lög um vinnudeilur í og verkföll setja nú þegar afar þröngar skorður þegar kemur að verkföllum og þessi nýja löggjöfin mun því hamla getu launafólks til að sækja sér kjarabætur og það því bera enn skarðari hlut frá borði.

Verkfallsrétturinn og gerð kjarasamninga eru helstu baráttu tæki launafólks til þess að knýja fram kjarabætur og það gildir um öll þau lönd sem Bretar segjast vilja bera sig saman við.

Kynntu þér málið á vef UNI Europa