Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

EuroCommerce og UNI Europa taka höndum saman

Nýr vettvangur starfsmenntamála stofnaður

Samtök aðila í verslun á evrópskum vinnumarkaði, EuroCommerce og UNI Europa sem koma fram fyrir hönd samtaka launafólks tekið höndum saman og stofnað nýjan vettvang fyrir starfsmenntun fólks sem starfar við verslun, svo kallað Skills Partnership fyrir smásölu og heildsölu sem framkvæmdastjórn ESB átti frumkvæði að því að koma af stað. Þessu nýja samstarfi er ætlað að kortleggja hvar skorti hæfni og leggja til umbætur sem hafa það að markmiði að gera verslun kleyft að takast á við bæði stafræna umbreytingu og áskorun vegna umhverfismála.


Vettvangurinn var formlega stofnaður á „Embracing Transformation & Uncertainty“ ráðstefnu EuroCommerce og er markmiðið að koma á samstarfi og samvinnu allra þeirra sem koma að verslun, þmt. Smásölu, heildsölu, stéttarfélaga, skóla, rannsóknaraðila og yfirvalda, bæði á landsvísu en ekki síður svæðisbundið.

Verslunin fjárfestir nú þegar töluvert í þjálfun og færni starfsfólks á hverju ári. Með því að vinna saman eru atvinnurekendur og samtök launafólks í greininni nú þegar að bjóða upp á ýmislegt sem styrkir greinina og nægir þar að benda á Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks hér á landi. Þessi nýji samstarfsvettvangur miðar að því að efla símenntun og stuðla að samvinnu, en 2023 er Evrópuár færni.

Frekari upplýsingar á vef UNI Europa