Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

32. þing LÍV haldið 14. október 2021

32. þing LÍV haldið rafrænt 14. október 2021

32. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna var haldið í fjarfundi í dag, fimmtudaginn 14. október 2021. Þetta var í fyrsta sinn sem LÍV þing fór fram í fjarfundi en stjórn LÍV tók þá ákvörðun að þingið yrði haldið á rafrænan hátt vegna Covid-19. Alls voru 84 fulltrúar boðaðir á þingið, sem sent var út frá stúdíói VR.

Aðeins voru fastir dagskrárliðir þingsins teknir fyrir s.s. skýrsla stjórnar og starfsmenntasjóða, samþykkt ársreikninga LÍV og starfsmenntasjóða 2019 og 2020, ákvörðun um skatt til ASÍ og fleira. Þá var einnig ný stjórn LÍV kjörin. Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður LÍV.

Stjórn lagði svo fram tillögu um að þingi yrði frestað fram á vor og er ætlunin að halda framhaldsþing í Hallormsstað dagana 24. – 25. mars 2022 og mun málefnavinna fara fram þá.

Aðalmenn í stjórn 2021 - 2023 eru:
Kristín María Björnsdóttir, VR deild Austurland
Eiður Stefánsson, FVSA
Guðmundur Gils Einarsson, VR deild Suðurland
Svanhildur Ó. Þórsteinsdóttir, VR
Hjörtur Geirmundsson, Vmf. Skagafjarðar
Bryndís Kjartansdóttir, VR

Varamenn í stjórn 2021 – 2023 eru:
Jónas Yngvi Ásgrímsson, VR
Hulda Björnsdóttir, FVSA
Bjarni Þór Sigurðsson, VR
Elva Héðinsdóttir, Framsýn stéttarfélag
Jón Steinar Brynjarsson, VR
Arnþór Sigurðsson, VR
Þórhildur Ragna Karlsdóttir, VR deild Vestmannaeyjar

Kjörnefnd 2021 – 2023:
Bjarni Þór Sigurðsson, VR
Helga Ingólfsdóttir, VR
Hjörtur Geirmundsson, VMF
Jónína Hermannsdóttir, Framsýn
Lars J. Andrésson, AFL
Margrét J. Birkisdóttir, Vlf. Vestfirðinga
Sigurður Sigfússon, VR

 

Þingskjöl frá þinginu má finna hér